Upplýsingar um sendingar, skatta og verð
Öll verð eru með 24% vsk en sendingarkostnaður reiknast þegar gengið er frá kaupum. Verð sendingar fer eftir sendingarstað. Verð geta breyst án fyrirvara vegna breytinga á sendingargjöldum, gjaldeyrissveiflum eða öðrum efnahagslegum aðstæðum.
Pantanir sem sendar eru úr landi geta verið háðar aukagjöldum eins og tollum, vörugjöldum og öðrum gjöldum sem viðskiptavinurinn þarf að greiða. Þessi gjöld eru mismunandi milli landa og er ómögulegt fyrir Nordikó að vita áður en pöntun er gerð.
Allar pantanir eru afgreiddar og sendar næsta virka dag. Ef vara er ekki til við kaup munum við hafa samband til að upplýsa um áætlaðan afhendingartíma.
Sendingar innan Reykjavíkur eru á vegum Nordikó á meðan allar aðrar sendingar annast Dropp eða Pósturinn. Á höfuðborgarsvæðinu eru pantanir sendar heim en sendar á næsta Droppstað, pósthólf eða pósthús fyrir sveitina. Af öllum sendingum sem Dropp eða Pósturinn annast, gilda almennir skilmálar þeirra ásamt sendingar- og afhendingarskilmálum. Því ber Nordikó ekki ábyrgð ef vörur týnast eða skemmast í sendingum. Ef vara annað hvort týnist eða skemmist eftir að hún hefur verið send frá Nordikó liggur ábyrgð hjá kaupanda.