Skilareglur
14 daga skilaréttur gildir með hverri vöru ef viðskiptavinur getur sýnt sönnun fyrir kaupum með kaupdegi. Varan skal vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í upprunalegum og óskemmdum umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð þarf hún að vera það þegar henni er skilað. Við skil á vöru miðast skilaverðið við upphaflegt verð vörunnar nema því sé verið að skila henni á útsölu eða sértilboði, en þá miðast skilaverðið við verð skiladags. Ef viðskiptavinur vill ekki skipta vörunni út fyrir aðra er inneignarseðill gefinn út eftir að vöru hefur verið skilað í formi útgefinns kóða sem gildir í þessari verslun, í eitt ár frá skiladegi. Sendinga- og póstgjöld eru ekki endurgreidd. Viðskiptavinur þarf að greiða fyrir sendingu á skiluðum vörum. Við munum greiða fyrir sendingu á vörum sem eru fengnar í stað annarra.
Ef um er að ræða gallaða eða ófullkomna vöru munum við skipta henni út fyrir nýja vöru og greiða allan sendingarkostnað sem af því leiðir eða endurgreiða hana ef þess er óskað.
Fyrir frekari upplýsingar er vísað til reglugerðar um netverslun á Íslandi: https://www.althingi.is/lagas/145a/2000046.html